Kænugarður

Í guðana bænum hættið að kalla Kiev "Kænugarð". Allar borgir í þessum fréttaflutningum eru kallaðar réttu nafni nema Kiev, af hverju??? Þetta er rangt nafn, ljótt og ruglandi. Ég er nokkuð viss um að útlendingar kalla Reykjavík ekki "Smoke Bay". Þetta er jafn vitlaust og að kalla "Aðalstein", "The Main Rock"... Common

 


mbl.is Hvað gerðist í nótt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Kænugarður mun vera nafn sem Væringjar gáfu þessari borg. Það er réttlætanlegt eins og "Kaupmannahöfn" til dæmis.

Hörður Þormar, 24.2.2022 kl. 12:29

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er algjörlega ósammála þér að ekki skuli þýða erlend nöfn. Það gera útlendingar líka í sínum löndum stundum. Kænugarður er fallegt nafn og þjálla en Kiev. Kænugarður getur merkt borg bátsins þar sem kæna þýðir lítill bátur. 

Þó er mögulegt að víkingarnir hafi nefnt þetta eftir Kyi, Kijane er eldri gerð rómversku stafagerðarinnar, og þar kemur æ framburðurinn sennilega fram, og hafa þá norrænu víkingarnir heyrt þetta borið þannig fram. Þannig að vel má færa fyrir því rök að Kænugarður merki borg eða virki Kyi, og þá er þetta rétt þýðing eða merking, sú sama og á frummálinu.

Algengast er að fólk í öðrum löndum hafi ekki hundsvit á því hvað orðin merkja sem það notar, upphaflega merkingu, að áhugi á orðsifjum sé lítill sem enginn. Íslenzkan hefur þetta framyfir flest mál, að við þekkjum merkingu þeirra betur en margar þjóðir.

Kiev er talin nefnd eftir Kyi, sem talinn er hafa stofnað borgina. Kiayiv er réttari túlkun yfir á okkar stafagerð úr kýrelíska stafrófinu, en upphaflega borgarnafnið hafði stafinn yat í nafninu, sem nú er fallinn burt. 

Kyi er talið merkja stafur eða staur. Staurvirki væri því kannski réttasta þýðingin á Kiev, ef menn vilja það frekar. 

Frumslavneska heitið Kyjevu gordu er talið fyrirmynd Kiev nafnsins, sem merkir Kyis kastali.

Garður í merkingunni borg eða kastali passar því vel ef nafnið Kænugarður er notað.

Þegar allt kemur til alls á Kænugarður þá vel við og er ekki þýtt útí bláinn af Forníslendingum.

Ingólfur Sigurðsson, 24.2.2022 kl. 13:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hættið líka að segja og skrifa "Moldova" sem er útlenska. Á íslensku heitir það land Moldavía og hefur alltaf gert. Rétt eins og "Belarus" heitir á íslensku Hvíta-Rússland.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2022 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Jón Friðriksson

Höfundur

Guðmundur Jón Friðriksson
Guðmundur Jón Friðriksson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband